top of page

SAGAN

Hönnuður: Maja (María Lovísa).

 

Inspira byrjaði sem lítið hönnunar eða hugsjónar- og hliðarverkefni á köldrum vetrarmánuðum ársins 2012. 

Verkefnið vatt upp á sig og varð að vörulínu fyrir „íslensk" heimili sem frumsýnd var í Epal á Hönnunarmars 2013. 

 

Í vörulínunni voru steyptir Stuðlabergs-kertastjakar, vegghillu-verk með íslenskum táknum og földum hirslum, púðar með grafískri Hallgrímskirkju og aðrir heimilismunir byggðir á íslenskum innblæstri, þ.m.t Galdrastafsþrennunni; Vegvísi, Ægishjálmi og Veiðistaf sem útskornir voru í þykka viðar-veggplatta.

 

Inspira hugtakið fékk jákvæðar viðtökur og fóru nokkrar vörur í framleiðslu og sölu og ferðuðust útskornir viðar-galdrastafs-seglar Inspira þó víðast ef ekki út um allan heim með ferðamönnum.

 

Síðan þá hefur Inspira áfram verið hugsjónar- og hliðarverkefni hönnuðar sem sækir innblástur hugtaksins til Íslands, hvort sem er til einstakrar sögu og menningar landsins, tungumálsins eða stórfenglegrar náttúru. 

 

„EKKI FOKKA Í MÉR ÉG ER ÚR BREIÐHOLTINU!" kom út árið 2017 og er líklega þekktasta verk Inspira en víst er að verkið kom frá hjartanu og er til heiðurs upprunans úr Breiðholtinu. Áfram Breiðholt! Þið vitið hver þið eruð ;)

Fyrir Maríu Lovísu er Inspira einfaldlega...

Óðurinn til Íslands...

Galdrastafir Black72.jpg
inspira stuðlar.jpg
Poster Mockup-Breiðholt1.jpg
bottom of page