SAGAN
Hönnuður: Maja (María Lovísa).
Inspira byrjaði sem lítið hönnunar eða hugsjónar- og hliðarverkefni á köldrum vetrarmánuðum ársins 2012.
Verkefnið vatt upp á sig og varð að vörulínu fyrir íslensk heimili sem frumsýnd var í Epal á Hönnunarmars 2013.
Í vörulínunni voru steyptir Stuðlabergs-kertastjakar, vegghillu-verk með földum geymslum, púðar og aðrir heimilismunir byggðir á íslenskum innblæstri, þ.m.t Galdrastafsþrennunni; Vegvísi, Ægishjálmi og Veiðistaf sem útskornir voru í viðar-veggplatta.
Inspira hugtakið fékk jákvæðar viðtökur og fóru nokkar vörur í framleiðslu og sölu. Síðan þá hefur Inspira áfram verið hugsjónar- og hliðarverkefni hönnuðar sem sækir innblástur hugtaksins til Íslands, hvort sem er til einstakrar sögu og menningar landsins, tungumálsins eða stórfenglegrar náttúrunnar.
Fyrir Maríu Lovísu er Inspira einfaldlega...
Óðurinn til Íslands...