top of page

SAGAN

Hönnuður: Maja (María Lovísa).

 

Inspira byrjaði sem lítið hönnunar eða hugsjónar- og hliðarverkefni á köldrum vetrarmánuðum ársins 2012. 

Verkefnið vatt upp á sig og varð að vörulínu fyrir íslensk heimili sem frumsýnd var í Epal á Hönnunarmars 2013.

Í vörulínunni voru steyptir Stuðlabergs-kertastjakar, vegghillu-verk með földum geymslum, púðar og aðrir heimilismunir byggðir á íslenskum innblæstri, þ.m.t Galdrastafsþrennunni; Vegvísi, Ægishjálmi og Veiðistaf sem útskornir voru í viðar-veggplatta.

 

Inspira hugtakið fékk jákvæðar viðtökur og fóru nokkar vörur í framleiðslu og sölu. Síðan þá hefur Inspira áfram verið hugsjónar- og hliðarverkefni hönnuðar sem sækir innblástur hugtaksins til Íslands, hvort sem er til einstakrar sögu og menningar landsins, tungumálsins eða stórfenglegrar náttúrunnar. 

Fyrir Maríu Lovísu er Inspira einfaldlega...

Óðurinn til Íslands...

Galdrastafir Black72.jpg
inspira stuðlar.jpg
Poster Mockup-Breiðholt1.jpg
bottom of page