top of page

Skilmálar

Neðangreindir Skilmálar gilda fyrir Vef og Vefverslun Inspira Design ehf (Inspira.is)


Þegar þú heimsækir vefinn Inspira.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Inspira.is virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast EKKI til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

 

Vefurinn er rekinn af Inspira Design ehf kt: 620813-0440, Laugarásvegi 47, 104 Reykjavík.

 

Inspira Design ehf (Inspira.is) er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustuna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á inspira@inspira.is.

 

Skilmálar

Vafrakökur

  • Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

  • Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

    • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar.

    • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna

    • að birta notendum auglýsingar

    • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn

  • Við notum Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga. Upplýsingar sem safnast eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar.

  • Inspira.is notar þjónustur Google Analytics og Facebook Pixel til að greina umferð um www.inspira.is og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessar þjónustur safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum, án þess að greint sé frá einstökum notendum eða persónuupplýsingum.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum.

Póstlisti

Með skráningu á póstlista munum við vista uppgefnar upplýsingar um nafn þitt og netfang. Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér upplýsingar um starfsemi Inspira Design ehf og www.inspira.is ásamt upplýsingum um vörur og þjónustu. Upplýsingarnar eru vistaðar á meðan skráning á póstlistann er virk en ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum og þá mun öllum persónugreinanlegum upplýsingum verða eytt.

 

Vef verslun www.inspira.is

Skilmálar

  • Skilatími vöru er 14 dagar og endurgreiðist með inneignarnótu.

  • Sérpöntuðum vörum er ekki hægt að skila

  • Vöru er einungis hægt að skipta eða skila gegn framvísun kvittunar.

  • Vöru er einungis hægt að skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi.

  • Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta.

  • Inneignarnóta gildir í tvö ár.

  • Gjafabréf gildir í tvö ár.

 

Almennt

  • Inspira.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

  • Þegar þú pantar vöru í vefverslun Inspira.is eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og beðið er samþykktar í kerfinu.

  • Braintree sér um færsluhirðingu og geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

 

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar innan 2 virkra daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

  • Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

  • Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

  • Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.

  • Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

  • Vinsamlegast hafið samband við inspira@inspira.is með spurningar.

 

Verð

  • Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

 

Skattar og gjöld

  • Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

Trúnaður

  • Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

  • Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

  • Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Persónuverndarstefna

ALMENNT
Persónuvernd þín skiptir Inspira.is miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

ÁBYRGÐ OG TENGILIÐUR
Inspira.is ber almennt ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni og er svokallaður ábyrgðaraðili vinnslu í skilningi persónuverndarlöggjafar en kann þó í einhverjum tilvikum að vera vinnsluaðili upplýsinganna, til að mynda við framkvæmd kannana, eða eftir atvikum sameiginlegur ábyrgðaraðili með öðrum. Hægt er að hafa samband með því að senda skriflega fyrirspurn á inspira@inspira.is ef þú hefur einhverjar spurningar í tengslum við persónuvernd.

SÖFNUN OG NOTKUN
Við notkun á Inspira.is er aðeins safnað persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að  nýta sér síðuna og þá þjónustu sem þar er boðið uppá. Hvaða persónuupplýsingar um ræðir fer því eftir því hvernig síðan er notuð.

Tölvupóstur

Boðið er uppá að senda tölvupóst með athugasemdum sem varða vefinn. Til að senda slíkan tölvupóst þarf að gefa upp tölvupóstfang sitt. Tölvupósturinn er aðeins ætlaður fyrir almennar fyrirspurnir.

 

Þegar þú skoðar og notar vefsvæði Inspira.is söfnum við upplýsingum sem vafri þinn sendir í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun og auka öryggi, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn.

Við notum vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu Inspira.is. Vefkökur eru litlar textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu Inspira.is.

Notendur geta ákveðið hvort þeir leyfa sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Ef notendur kjósa að leyfa ekki vefkökur þá kann hluti vefsíðunnar að verða óaðgengilegur.

Inspira.is notar þjónustur Google Analytics og Facebook Pixel til að greina umferð um www.inspira.is og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessar þjónustur safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum, án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. 

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt persónuverndarlögum.

Óskir þú frekari upplýsingar eða viljir láta eyða gögnum um þig hafðu þá samband við inspira@inspira.is.

Síðast uppfært: 16. Janúar 2022

bottom of page