Vikur lífs míns er plakat hannað að ósk kærleikans. 

Þema ársins 2021 hefur að mörgu leyti verið á þessum nótum.

Allt skiptir máli. Allar stundir skipta máli. Allar vikur skipta máli.

 

Hvað ef við myndum telja vikur lífs okkar og sjá þær fyrir augum okkar líða hjá og uppfyllast?

Hvað ef við merktum við lok og fullkomnun hverrar viku áður en við héldum inn í þá næstu?

Myndum við nýta tíma okkar enn betur hér á jörðu ef við horfumst í augu við hugtakið um tímann?

Myndi það að horfa á hverfulleika tímans veita okkur innblástur?

 

Þetta plakat er sérprentað og fyllt er upp í "vikurnar" miðað við hvert viðkomandi er þegar kominn á sínu æviskeiði við pöntun og prentun. Síðan er haldið áfram að merkja við "vikurnar" með tússpenna.  

Við pöntun þarf að setja inn afmælisdag og ár viðkomandi.

Einnig er hægt að panta plakatið með allar vikur auðar og fylla upp í "vikurnar" sjálf/ur.

 

Veittu sjálfum þér innblástur eða gefðu gjöf sem vekur umhugsun og umtal og setur 85 ár af ævinni í skemmtilegt samhengi. Hvað ungur nemur gamall temur.

Vikur Lífs Míns

12.900krPrice
  • Vinsamlegast sláið inn afmælisdag og fæðingarár þannig plakatið verði sérsniðið að eiganda þess